fátt dregur til tíðinda...
Á mínu heimili á mínu baðherbergi er sturta, ekki bað, heldur sturta. Þessi sturta er með bleiku IKEA hengi og hefur gerst svo fræg að vera í fasteignablaði Morgunblaðsins... Ég vil meina að þessi umfjöllun í mbl hafi stigið sturtunni minni til höfuðs og nú þykist hún of góð til að leyfa mér að baða mig í henni. Andsetning og oflæti sturtunnar lýsir sér þannig að hún skiptist á að brenna af mér húðina með vatni sem kemur beint úr iðrum helvítis eða lætur slyddu og haglél skrapa af mér húðina. Eins og það sé ekki nóg þá hefur hún fengið sturtuhengið sæta í lið með sér sem reynir að umlykja mig og breyta sér í spennutreyju þannig að ég komist örugglega aldrei úr klóm sturtunnar.... Ég hef reynt að friðmælast við hana og meira segja farið með særingarsöng, en allt kemur fyrir ekki, sturtan er kreisí. Kannski á ég bara ekki að syngja í sturtu..hmmm pæling, en hvað um það, sturtan mín hatar mig, ég bíð bara eftir að sjá hendi koma upp úr niðurfallinu og svona I still know skrifað í spegilinn eftir móðuna frá iðrum jarðar.....
ef einhver kann að laga svona lagað, velkominn í heimsókn, ég bíð upp í eplasnafs í staðinn.
anna Kristín á afmæli á sunnudaginn og því er heljarinnar stelpu matarboð hjá henni á morgun, og hver önnur en ég verð við eldavélinni...hafði hugsað mér að galdraframm fræga spagettíið mitt sem er a la mamma Íris og svo er pæling að servera hvítlauksbrauð með og sem svona forrétt er ég að gæla við nokkrar hugmyndir...fæ bara vatn í munninn, nammi nammi namm.
próf í fyrramálið og svo glósa á þjóðó og sama á sunnudaginn, spennandi helgi framundan í líkindareikningi og heilsusálfræði.
það er orðið svo kalt úti að ég eiginlega þori ekki út og bíð fólki bara að koma í heimsókn heim, á svona swiss miss marshmellow lovers og heimabakaðar smákökur,jólin byrja hjá siggu.
ég komst að því í dag að ég má alls ekki drekka kaffi þar sem ég bara enda með massívan hausverk sem lýsir sér eins og maður sé að troða hausnum í alltof lítinn hjálm sem svo loksins þegar hausinn smellir inn í hann festist hjálmurinn á og almennur þrýstingur á sér stað... bara svona ef einhver hefur ekki fengið almennilegan hausverk. ekki þægilegt.
annars held ég að það sé bara allt gott í fréttum.. fór í smá göngutúr með Önnu Rakel í gær þar sem hún ákvað að prufukeyra gamla skíðagalla afa síns....fyrir þá sem ekki vita er Anna Rakel frekar hávaxin og afi hennar ekki þannig að gallin var frekar stuttur og náði um miðjan kálfa og svo komu gallabuxurnar smekklega fyrir neðan.... reyndar var göngutúrinn ekki langur þar sem að anna sá að það var töluvert af fólki á ferli þannig að hún og skíðagallinn snéru við. Reyndar verð ég að minnast á hundinn hennar Önnu sem heitir Gonni og er graðasti hundur sem ég veit um, en á svona einlægan hátt. Við knúsuðumst, hömpuðumst og dönsuðum tangó, allir ættu að eiga einn lítinn Gonna...
jæja, hver ætli aðatilgátan og núlltilgátan sé og hverjar ætli líkurnar séu að ég nái prófinu á morgun...
the music sounds better with you...
föstudagur, nóvember 19
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Athyglisvert :)
Sem ritstjóri Fasteignablaðsins þá finnst mér ég bera svolitla ábyrgð á andsetningu sturtunnar. Þess vegna býð ég þér að koma heim í bað til mín - bað, ekki sturtu - hvenær sem þér hentar.
Skrifa ummæli